Sögusýningar
Bæklingar

Mynd frá sýningunni Lífsverk
Sögumiðlun hefur komið að gerð þriggja
sýninga um Jón Sigurðsson á árinu 2011
í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá
fæðingu hans.

Lífsverk Jóns Sigurðssonar



Sýningin Lífsverk - um ævistarf Jóns Sigurðssonar var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni 20. apríl. Sögumiðlun sá um hönnun sýningarinnar og skrár sem henni fylgir.

 

Skjöl tengd Jóni Sigurðssyni

Sýning á skjölum í Þjóðskjalasafni Íslands sem tengd eru Jóni Sigurðssyni var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í apríl. Sögumiðlun sá um hönnun og samantekt.

 

 

 

Sýning í Pakkhúsinu

Pakkhúsið í Ólafsvík

Tvö spjöld um sögu hafnarinnar og pakkhússins í Ólafsvík voru sett upp í lok maí. Sögumiðlun sá um samantekt texta og hönnun.

 

Silfur Egils – sögusýning um Mosfellsdal á víkingaöld

Í Kjarnanum í Þverholti hefur verið sett upp sögusýningin Silfur Egils sem fjallar um Mosfellsdal á víkingaöld og dvöl Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal. Sýningin samanstendur af spjöldum með ljósmyndum af sviðsettum atriðum úr Egils sögu og stendur út ágúst. Sýningin hefur þegar verið sett upp í Lágafellsskóla og Varmárskóla. Höfundar sýningarinnar eru Brynjar Ágústsson, Elín Reynisdóttir, Ólafur J. Engilbertsson og Jesse Byock sem hefur verið í forsvari fornleifarannsókna að Hrísbrú. Mosfellsbær stendur að sýningunni í samstarfi við Sögumiðlun, Víkingaminjar og Fornleifarannsóknina á Hrísbrú.

 



Skiltið

Fágætar plöntur á Snæfjallaströnd

Í byrjun júlí var afhjúpað skilti um fágætar plöntur á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og gefið út rit um sama efni eftir Hörð Kristinsson. Sögumiðlun sá um hönnun ritsins og skiltisins.

 

 

 

 

30. janúar 2011

Sögumiðlun 10 ára

Silfur Egils
Mynd: Brynjar Ágústsson.

Um þessar mundir fagnar Sögumiðlun 10 ára afmæli. Fyrirtækið einbeitti sér einkum fyrstu árin að gerð sögusýninga og ýtti úr vör ýmsum verkefnum á sviði sögu- og menningartengdrar ferðaþjónustu auk þess að þjónusta söfn og menningarstofnanir. Síðari árin hefur hönnunarsviðið víkkað út og skiltagerð, útlitshönnun á vefsíðum, bæklingagerð, umbrot bóka og geisladiska og almenn auglýsingahönnun hefur orðið sífellt stærri þáttur í starfseminni. Eftir sem áður er meginstefið í starfsemi Sögumiðlunar að stuðla að því að miðla sögu og efla söguvitund í samfélaginu. Gott dæmi um það er Egilssöguverkefni sem nú er í vinnslu í samvinnu við Mosfellsbæ og Víkingaminjar ehf. Þar verða sviðsett atriði úr Egils sögu með aðstoð félaga í víkingafélögunum Rimmugýg og Hringhorna. Verkefnið verður kynnt nánar innan fárra vikna.



Bókarkápa

Þegar rauði bærinn féll

Sögumiðlun hefur gefið út bókina Þegar rauði bærinn féll – minningabrot frá Ísafjarðarárum 1944-1953 eftir Engilbert S. Ingvarsson. Í bókinni er sagt frá bæjarbrag og atvinnulífi á Ísafirði áður en vélvæðing varð allsráðandi. Ísafjörður var kallaður „rauði bærinn", því jafnaðarmenn voru með meirihlutavald í verkalýðsfélögum og stærstu atvinnufyrirtækjum bæjarins. M.a. er sagt frá því í bókinni þegar Alþýðuflokkurinn missti meirihlutann í sögulegum kosningum 1946. Bókin fæst hjá Sögumiðlun og í helstu bókaverslunum.

 

 

 

 

vefsíða opnuð
Frá opnun vefsíðunnar 15. nóvember 2010

Vefur Minningarsjóðs Stefaníu Guðmundsdóttur

Opnaður hefur verið vefur Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur, sem var helsta leikkona höfuðstaðarins í byrjun 20. aldar og meðal merkustu brautryðjenda atvinnuleikhúss hér á landi. Minningarsjóðurinn var stofnaður af dóttur Stefaníu, leikkonunni Önnu Borg og manni hennar, danska leikaranum Poul Reumert. Styrkveiting úr sjóðnum hefur í senn verið viðurkenning á góðum árangri styrkþega og ferðastyrkur. Sögumiðlun sá um hönnun vefsins sem er á slóðinni www.stefaniusjodur.is.

 

 

Forsíða almanaksins


Almanak Sorpu 2011

Almanak SORPU bs er nú komið út í tíunda skipti en það var að þessu sinni unnið í samstarfi við Iðnskólann í Hafnarfirði. Almanakinu er dreift á öllum starfsstöðvum SORPU, s.s. á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga. Sögumiðlun hafði umsjón með gerð almanaksins og sá um hönnun þess.  

Skoða almanak SORPU 2011