Sögusýningar
Bæklingar


Sjóræningjahúsið tilnefnt til Eyrarrósarinnar



Sjóræningjahúsið
Frá Sjóræningahúsinu.

Sjóræningjahúsið á Patreksfirði er tilnefnt til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Sögumiðlun vann sýninguna Sjórán við Íslandsstrendur í Sjóræningjahúsinu. Til hamingju  sjóræningjar!



Almanak Sorpu 2012

Almanak Sorpu 2012

Almanak SORPU bs er nú komið út í tíunda skipti en það var að þessu sinni unnið í samstarfi við Grænfánaverkefnið. Almanakinu er dreift á öllum starfsstöðvum SORPU, s.s. á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga. Sögumiðlun hafði umsjón með gerð almanaksins og sá um hönnun þess.  

 

 

 

Óskabarn 

Sýningin óskabarn
Sýningin Óskabarn.

Æskan og Jón Sigurðsson

Þann 15. janúar 2011 var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu sýningin Óskabarn – æskan og Jón Sigurðsson. Sýningin markaði upphaf 200 ára afmælishátíðar þessa „óskabarns" þjóðarinnar. Höfundar sýningarinnar eru Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og Sigurjón Jóhannsson myndlistarmaður. Sögumiðlun sá um grafíska útfærslu sýningar og hönnun skrár.

Skoða sýningarskrá