Sögusýningar
Bæklingar
Laxness í Hraunhúsum 

Sýningin í Hraunhúsum
Frá sýningunni í Hraunhúsum.


Í nýjum myndlistar- og hönnunarsal, Hraunhúsum, að Völuteigi 6 í Mosfellsbæ, hefur verið opnuð sýning um Halldór Laxness sem Sögumiðlun hannaði í tilefni af aldarafmæli nóbelsskáldsins fyrir sjö árum. Sýningin var þá sett upp í Þjóðarbókhlöðu. Hraunhús er miðstöð hönnunar sem samanstendur af verslun, kaffihúsi, sýninga/veislusal og vinnuaðstöðu fyrir hönnuði. Gestir njóta þess að sjá, snerta og skynja það sem er að gerast í íslenskri hönnun - frumkraft og grasrót í góðu blandi við klassíska hönnun og kaffihús með tengingu við menningu og listir. Hraunhús eru opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 11. Flesta daga er opið til kl. 17 en fimmtudaga er opið til kl 22.