Sögusýningar
Bæklingar
Trjálfarnir heimsækja SORPU 

Samstæðuspil - Trjálfarnir
Samstæðuspilið - Trjálfarnir heimsækja
SORPU.

Endurvinnsla er starfsfólki Sögumiðlunar hjartans mál en við höfum verið svo lánsöm að fá tækifæri til þess að vinna að ýmiskonar fræðsluefni um þennan málaflokk, þá aðallega fyrir SORPU. Í febrúar leit dagsins ljós nýjasta afurðin, fræðsluefni í formi samstæðuspils. Spilið ber heitið Trjálfarnir heimsækja SORPU og fá nemendur leik- og grunnskóla það afhent í lok vettvangsferða til fyrirtækisins. Söguhetjurnar eru Trjálfarnir Reynir Víðir Lyngdal og Börkur Birkir en þeir birtust fyrst í Stundinni okkar jólin 2006. Þeir heimsækja starfsstöðvar SORPU og fræðast um ýmislegt sem tengist rusli, flokkun og endurvinnslu og miðla svo fróðleiknum á sinn skemmtilega hátt til þeirra sem spila.