Sögusýningar
Bæklingar
Sögumiðlun tekur vistvænt skref í samgöngumálum

Metan vistvænt eldsneyti
Myndin er fengin af heimasíðu Metan hf

Sögumiðlun ehf var lengi staðsett í Kjósinni í friðsælu sveitaumhverfi. Innblásturinn kemur auðveldlega í slíku umhverfi en óneitanlega hafði starfsfólk Sögumiðlunar haft töluvert samviskubit yfir útblæstri í staðinn. Staðsetningin hafði því miður í för með sér meiri akstur þar sem tíðar ferðir í bæinn eru nauðsynlegar vegna ýmissa verkefna. Það var lengi verið draumur okkar að fá okkur vistvænt ökutæki til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og sá draumur rættist 2010. Fyrirtækið festi þá kaup á metanbifreið af gerðinni Volkswagen. Bifreiðin er enn í notkun árið 2021 og hefur reynst svo vel að nú hefur fyrritækið tvo metanbíla til umráða.

Eins og flestir þekkja myndast metangasið í sorphaugum höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi en þar er það hreinsað svo hægt sé að nota það sem eldsneyti á bíla. Væri metangasið látið fara óhindrað út í andrúmsloftið myndi það valda auknum gróðurhúsaáhrifum þar sem metan er 21 áhrifaríkari gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð.

Að öllu jöfnu er talað um það að það þurfi 113 metanbíla til þess að hafa sömu umhverfisáhrif og 1 bensínbíll svo kostirnir eru umtalsverðir.

  • Starfsfólk Sögumiðlunar ferðast nú í sátt við umhverfið.
  • Það er hagkvæmara að aka á metanbíl þar sem eldsneytið er mun ódýrara en bensín og sjaldnar þarf að skipta um olíu.
  • Íslenska þjóðin sparar gjaldeyri og nýtir eigin auðlindir með betri hætti þar sem metan er innlend vistvæn orka.

Á heimasíðu Metan hf, dótturfyrirtæki SORPU, er að finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um metan. Slóðin er metan.is.