Sögusýningar
Bæklingar
PRENTGRIPIR
 
Vagg og velta
Almanak Sorpu 2008
 

Kátt í Kjósinni

 

Hönnun prentgripa



Sögumiðlun ehf. tekur að sér hönnun ýmisskonar prentgripa, m.a. bæklinga, bókakápa, veggspjalda, geisladiskaumslaga og boðs - og póstkorta. Meðal bæklinga sem fyrirtækið hefur hannað má nefna Kátt í Kjós sem kynnti opinn dag í Kjósarhreppi sumrin 2007 og 2008, almanak SORPU 2008 og 2009, auk sýningarskráa fyrir hinar ýmsu sýningar. Kápur bóka sem fyrirtækið hefur hannað eru t.d. Willard Fiske í útgáfu Háskólaútgáfunnar (2008); Leikmyndlist á Íslandi (2007) sem Sögumiðlun gaf út og Leiklistin í veröldinni (2007) í útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags. Einnig Undir Snjáfjöllum (2007) og Krafturinn í ánni (2005), báðar í útgáfu Snjáfjallaseturs og Kaktusblómið og nóttin (2004) í útgáfu Hóla. Fyrirtækið hefur m.a. hannað veggspjöld fyrir Norræna skjaladaginn og Megas og Píslarsveitina og geisladiskahulstur fyrir heildarútgáfu Smekkleysu SM ehf á sönglögum Sigvalda Kaldalóns.