Sögusýningar
Bæklingar

Listasafn Samúels

Listasafn Samúels
Listasafn Samúels í Selárdal

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað þann 4. apríl 1998. Tilgangur félagsins er að stuðla að endurreisn og viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar (1884-1969) í Selárdal við Arnarfjörð og kynna verk Samúels innan lands sem utan. Félagið hóf viðgerðir á listaverkum Samúels árið 2004 í samstarfi við landbúnaðarráðuneytið. Gerhard König myndhöggvari tók að sér verkstjórn og hefur hann unnið að viðgerðum í Selárdal s.l. sumur í umboði félagsins. Sumarið 2005 lauk Gerhard við að gera við styttur Samúels og koma ljónagosbrunninum í gagn aftur. Sumarið 2006 var 15 manna hópur ungmenna frá Þýskalandi undir stjórn Gerhards að vinna að viðgerðum á Listasafnshúsi Samúels og aftur 10 manna hópur sumarið 2007 og eru viðgerðir nú langt komnar. Nú er verið að hanna íbúð og vinnuaðstöðu fyrir lista- og fræðimenn ásamt lítilli sölubúð í endurgerð íbúðarhúss Samúels. Sumarið 2008 verður hópur frá Þýskalandi að ljúka viðgerðum undir stjórn Gerhards König og hópur alþjóðlegra sjálfboðaliða frá Seeds að vinna að niðurrifi og endurgerð íbúðarhúss Samúels. Áformað er að staðurinn verði tilbúinn vorið 2010.

Hér er hægt að skoða kynningu á endurreisn listaverkanna sem sett var upp í kirkjunni í júlí 2009.