Sögusýningar
Bæklingar

Þjónusta

Sýningar
Sögumiðlun ehf veitir ráðgjafarþjónustu varðandi sýningar, söfn og setur, sé þess óskað. Fyrirtækið býr yfir þekkingu og reynslu á sviði safnastarfs, markhópamiðunar sýninga, fjármögnunar menningarverkefna og viðburðastjórnunar. Sögumiðlun hefur t.a.m. veitt félaginu Matur - saga - menning ráðgjöf varðandi stefnu, markhópa, samstarfsaðila, fjármögnun, sýningahald og aðra starfsemi.

Kynningarefni
Sögumiðlun tekur einnig að sér gerð ýmis konar kynningarefnis, s.s. bæklinga, powerpoint kynninga, fræðsluefnis, skiltagerðar, netborða o.fl.

Myndskreytingar
Sögumiðlun getur einnig tekið að sér ýmis konar myndvinnslu, t.d. myndskreytingar á veggi eða í útgefið efni fyrirtækja.

Fyrirlestrar
Gyða S. Björnsdóttir tekur að sér að halda fyrirlestra um flokkun úrgangs og endurvinnslu. Þar er leitast við að svara spurningum eins og Hvers vegna ættum við að flokka og endurvinna úrgang? Hvaða efni er hægt að flokka, hvað verður um úrganginn og hvaða nýju vörur er hægt að búa til úr honum? Hefðbundinn fyrirlestur tekur um klukkustund og hentar t.d. fyrirtækjum sem vilja virkja starfsfólk til þess að endurnýta úrgang bæði á vinnustað og heimafyrir.

Ólafur J. Engilbertsson tekur að sér að flytja erindin:
Að skapa skart úr skít - um sköpun og endurvinnslu.
Landnám sagna meðal safna - erindi í tengslum við lokaverkefni til MA-prófs við Háskóla Íslands 2007.
Skoða, segja, hugsa, safna - erindi um bókverk.